Beint í efni
Verslun/Lausasölulyf/
Daktacort 15g

Daktacort 15g

539783

Product information


Attachments

Short description

Daktacort 15g 0 [krem]

Auka upplýsingar

Description

Við hverju er Daktacort notað? Sveppasýkingum í húð þar sem bólga og kláði eru mjög áberandi. Daktacort inniheldur sveppaeyðandi lyf (miconazol) og vægan stera sem er kláðastillandi og bólgueyðandi (hydrocortison). Hvernig á að nota Daktacort? Kremið á að bera á í þunnu lagi á sýkt húðsvæði tvisvar sinnum á sólarhring. Nuddið kreminu varlega inn þar til það hefur samlagast húðinni alveg. Við fótsveppasýkingu á að þvo fætur og þurrka vandlega áður en lyfið er borið á. Meðferðartíminn er breytilegur frá 2-6 vikum, háður staðsetningu sýkingarinnar á húðinni og alvarleika hennar. Til að hindra að sýkingin blossi upp aftur skal halda meðferðinni áfram í eina viku hið minnsta eftir að einkenni eru horfin. Börn Gæta skal varúðar hjá ungabörnum og börnum þegar Daktacort er borið á stórt svæði á líkamanum eða undir loftþéttar umbúðir, þar með taldar bleiur. Forðast skal langtíma staðbundna notkun barkstera hjá ungabörnum. Aldraðir Eðlileg þynning húðar verður hjá öldruðum. Því skal nota barkstera í hófi og í stuttan tíma. Meðganga Mælt er með því að gæta varúðar við notkun á meðgöngu. Forðast skal að bera kremið á stór svæði á líkamanum eða undir þéttar umbúðir. Brjóstagjöf Ekki eru til fullnægjandi og vel stýrðar rannsóknir á staðbundinni notkun Daktacort við brjóstagjöf. Forðast skal að bera kremið á brjóstin.