Blóðþrýstingsmælingar

Blóðþrýstingsmælingar

Breytingar á blóðþrýstingi geta gefið mikilvægar vísbendingar um hættu á sjúkdómum. Það er einfalt og fljótlegt að láta mæla blóðþrýstinginn reglulega. Í Urðarapóteki bjóðum við upp á blóðþrýstingsmælingar. Komdu inn og láttu mæla hjá þér blóðþrýstinginn.

Frí heimsending

Frí heimsending

Heimsendingar:
Urðarapótek býður upp á heimsendingarþjónustu.  Ekkert heimsendingargjald er tekið fyrir lyfjasendingar til þeirra sem búa í nágrenni við apótekið.
Heimsendingargjald fyrir þá sem búa lengra frá er 490 kr. Í hvert skipti.

Póstsendingar:
Urðarapótek búður upp á póstsendingar um land allt.  Lyfin og póstsendingargjaldið eru greidd með símgreiðslu á greiðslukort eða inn á reikning Urðarapóteks.  Farið er með póstseningar samdægurs eða daginn eftir pöntun.

Tækifærisgjafir – gjafapakkar

Tækifærisgjafir – gjafapakkar

Komdu og kynntu þér tilboðin okkar. Við erum með úrval tilbúinna gjafapakka sem henta sem tækifærisgjafir fyrir flesta fjölskyldumeðlimi.
Við viljum til dæmis benda á Clinique gjafapakkana okkar. Clinique eru einstakar snyrtivörur sem framleiddar eru til með fallega húð að markmiði.
Fyrstu vörurnar frá Clinique voru einstæðar að því leyti að þær voru meðal fyrstu snyrtivara í heiminum, sem byggðar voru á einstæðri þekkingu húðlækna.
Clinique vörurnar eru margprófaðar gagnvart ofnæmisviðbrögðum og þær innihalda engin ilmefni. Allar snyrtivörur frá Clinique eru þróaðar af sérfræðingum í húðlækningum og ávallt er hægt að finna vöru sem passar við þína tegund húðar. Svo spillir ekki að verðið á Clinique vörunum er hagstætt í samanburði við margar aðrar snyrtivörur.

Frí skömmtun í lyfjabox

Frí skömmtun í lyfjabox

Þarftu að taka mörg mismunandi lyf á hverjum degi?
Urðarapótek kemur þér til aðstoðar við að hafa stjórn á lyfjagjöfinni.
Við sjáum um fría skömmtun í lyfjabox og sendum einnig vörur heim, sé þess óskað.
Komdu og kannaðu þjónustuna hjá okkur. Okkar metnaður er að veita frábæra þjónustu í hvívetna.

Í alfararleið

Í alfararleið

Urðarapótek er í alfararleið og í næsta nágrenni við stærstu hverfin í Reykjavík, Grafarvog og Grafarholt.
Við erum í nýju og glæsilegu húsnæði að Vínlandsleið 16 og það eru ávalt næg bílastæði, sem ekki þarf að greiða fyrir.
Strætó stoppar 50 metrum frá dyrunum og það er auðveldast að taka leið 18.
Verið hjartanlega velkomin.